Höldum loftmengun í lágmarki í kringum leikskólann okkar

21. október 2021
Takmörkum loftmengun í kringum leikskólann okkar

Að gefnu tilefni langar okkur að biðja öll ykkar, er komið akandi í leikskólann, að drepa á bílnum á meðan þið fylgið börnunum til og frá leikskólabyggingunni. Bíll í lausagangi mengar, og hefur loftmengunin skaðleg áhrif á heilsu og líðan fólks. Líkur á að loftmengun fari yfir heilsuverndarmörk eru mun meiri á veturnar, sérstaklega þegar veðrið er stillt og kalt. Útblásturinn frá bílnum leitar niður til jarðar en það er einmitt sú hæð sem börnin okkar anda í þegar þau eru úti. Það er því allra hagur að drepa á bílnum fyrir utan leikskólann og stuðla þannig að góðu lofti fyrir börnin okkar.

Úr reglugerð um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna:

"6.2 Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h."