Söngtextar á Kötlusteini


 

Sönglög á Kötlusteini

 

 

Bátasmiðurinn

 

Ég negli og saga og smíða mér bát

og síðan á sjóinn ég sigli með gát.

Og báturinn vaggar og veltist um sæ,

ég fjörugum fiskum með færinu næ

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman

þar leika allir saman

leika úti og inni

og allir eru með.

Hnoða leir og lita,

Þið ættuð bara að vita,

hvað allir eru duglegir

í leikskólanum hér

Við erum vinir

 

:,:Við erum vinir:,:

:,: ég og þú:,:

:,: leikum okkur saman:,:

:,ég og þú:,:

Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré

Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré,

þeir voru’ að stríða krókódíl:

,,Þú nærð ekki mér!”

Þá kom hann herra Krókódíll

hægt og rólega og … amm!

Fjórir litlir apar …

Þrír litlir apar …

Tveir litlir apar …

Einn lítill api …

Ding, dong

Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,

ding, dong, sagði lítill grænn froskur.

Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,

og svo líka ding, dong – spojojojojong!

(Blikka augunum til skiptis)

King, kong, sagði stór svartur api einn dag,

king, kong, sagði stór svartur api.

King, kong, sagði stór svartur api einn dag,

og svo líka king, kong – gojojojojo!

(Slá með hnefum í bringuna)

Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag.

Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur.

Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag

og svo líka blúbb blúbbbbbbbbbb!

Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,

mm, ðð, sagði lítil græn eðla.

Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,

og svo líka mm, ðð – bllrrllrrllrr!

(Reka út úr sér tunguna)

Drunn, drunn, sagði eldgömul drusla einn dag.

Drunn, drunn sagði eldgömul drusla.

Drunn, drunn, sagði eldgömul drusla einn dag.

og svo líka drunn, drunn – druunnnndrunnn

Hátt upp í fjöllunum

Hátt upp í fjöllunum,

búa þrjú tröllinn.

Trölla pabbi, trölla mamma

og litli Trölli Rölli.

Pú sagði trölla pabbi,

Pú sagði trölla mamma.

En hann litli Trölli Rölli

sagði ekki neitt.

Langt inn í skóginum

búa þrjú ljónin.

Ljóna pabbi, ljóna mamma

og litli ljónsi fljónsi.

Urrr sagði ljóna pabbi,

Urrr sagði ljóna mamma.

En hann litli ljónsi fljónsi

sagði bara MJÁ!

Við erum söngvasveinar

Við erum söngvasveinar

á leiðinni út í lönd.

Við erum söngvasveinar

á leiðinni út í lönd.

Við leikum á flautu,

skógarhorn og skógarhorn.

Við leikum á flautu,

fiðlu og skógarhorn.

Og við skulum dansa hoppsasa,

hoppsasa, hoppsasa.

Við skulum dansa hoppsasa,

Húllumhæ.

Það búa litlir dvergar

Það búa litlir dvergar í björtum dal,

á bak við fjöllin háu í skógarsal.

Byggðu hlýja bæinn sinn,

brosir þangað sólin inn.

Fellin enduróma allt þeirra tal

Hreyfa og frjósa

Hreyfa litlar hendur, hreyfa litlar hendur,

hreyfa litlar hendur

og frjósa eins og skot

Hreyfa litla fætur, hreyfa litla fætur,

hreyfa litla fætur

og frjósa eins og skot

(Augu, munna, tungu, okkur sjálf.)

Upp á grænum, grænum

Upp á grænum, grænum,

himinháum hól

sá ég héra hjónin ganga.

Hann með trommu, bomm,

bomm, bomm, bomm bomm bomm,

hún með fiðlu sér við vanga.

Þá læddist að þeim ljótur byssu karl,

hann miðaði í hvelli.

En hann hitti bara trommuna sem small

og þau hlupu og héldu velli.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.

Hún hringdi’ og sagði lækni’ að koma fljótt, fljótt, fljótt.

Læknirinn kom með sína tösku’ og sinn hatt,

hann bankaði’ á hurðina rattatatata.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,

,,hún strax skal í rúmið og ekkert raus.”

Hann skrifaði’ á miða hvaða pillu’ hún skildi fá.

,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.”

 

Litalagið

Gulur, rauður, grænn og blár

Svartur, hvítu,r fjólublár

Brúnn bleikur banani

Appelsína talandi

Gulur, rauður, grænn og blár

Svartur, hvítur fjólublár

Nammilagið

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí,

Rosalegt fjör yrði þá

Ég halla mér aftur, set tunguna út,

uu-uu… Rosalegt fjör yrði þá

 

Ef snjórinn væri úr sykurpúða og poppi,

Rosalegt fjör yrði þá….

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó,

Rosalegt fjör yrði þá….

Ef vindurinn væri úr svörtum lakkrísreimum,

Rosalegt fjör yrði þá…

 

Litlu andarungarnir

 

Litlu andarungarnir

;;allir synda vel;;

;;Höfuð hneigja´í djúpið

og hreyfa lítið stél;;

 

Litlu andarungarnir

;;ætla út á haf;;

;;Fyrst í fjarlægð skima

og fara svo í kaf;;

Fingurnir

Þumalfingur, þumalfingur,

hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Langatöng, langatöng, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Litlifingur, litlifingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Vinstri hönd, vinstri hönd, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Hægri hönd, hægri hönd, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Strætó

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring

hring, hring, hring, hring, hring, hring

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring

út um allan bæinn.

Hurðin á strætó opnast út og inn

út og inn, út og inn

Hurðin á strætó opnast út og inn

út um allan bæinn.

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling

kling, kling, kling, kling, kling, kling

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling

út um allan bæinn.

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla

bla, bla, bla, bla, bla, bla

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla

út um allan bæinn.

Börnin í strætó segja hí, hí, hí

hí, hí, hí, hí, hí, hí

Börnin í strætó segja hí, hí, hí

út um allan bæinn.

Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss

uss, uss, uss, uss, uss, uss

Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss

út um allan bæinn.

Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb

bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb

Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb

út um allan bæinn.

Ferskeytlur

Afi minn og amma mín

úti á Bakka búa.

Þau eru bæði sæt og fín

þangað vil ég fljúga.

Úmbarassa, úmbarassa úmbarassasa

Úmbarassa, úmbarassa úmbarassasa

Sigga litla systir mín

situr út í götu.

Er að mjólka ána sína

í ofurlitla fötu.

Úmbarassa………….

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir utan gluggann.

Þarna siglir einhver inn

ofurlítil duggan.

Úmbarassa………………

Afi minn fór á honum Rauð

eitthvað suður á bæi.

Sækja bæði sykur og brauð

sitt á hvoru tagi.

Úmbarassa………………

Fuglinn segir bí bí bí

Bí bí segir Stína

Kveldúlfur er komin í

Kerlinguna mína

Úmbarassa………………