Söngtextar á Fiskakletti


Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar eru í skessuleik.

Má ég ekki mamma, með í leikinn þramma?

Mig langar svo, mig langar svo að lyfta mér á kreik.

Allur matur

Allur matur á að fara, upp í munn og ofan í maga.

Heyrið það, heyrið það, svo ekki gauli garnirnar.

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát,

og síðan á sjóinn ég sigli með gát.

Og báturinn vaggar og veltist um sæ,

ég fjörugum fiskum með færinu næ.

Brunabíllinn, kötturinn og þrösturinn

Ba, bú, ba, bú,

brunabíllinn flautar.

Hvert er hann að fara?

Vatn á eld að sprauta.

(ts-s-s-s-s).

Gerir alla blauta.

 

Mjá, mjá, mjá, mjá,

mjálmar gráa kisa.

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga.

(usssssssssss)

Skógarþröst að fanga.

 

Bí, bí, bí, bí,

Skógarþröstur syngur.

Hvert er hann að fara?

Burt frá kisu flýgur.

(ff-ff-ff-ff)

Loftin blá hann smýgur.

 Buxur, vesti, brók og skó

Buxur, vesti, brók og skó,

bætta sokka nýta,

húfutetur, hálsklút þó,

háleistana hvíta.

Dýrin í dýragarðinum

:: Ég fór í dýragarðinn í gær og veistu hvað ég sá? ::

(Jón hvaða dýr sást þú? – Frosk!)

:: Ffff ffff fffff ffff, froskinn þar ég sá. ::

Druslulagið

Við setjum svissinn á

og við kúplum gírnum frá,

það er startað og druslan fer í gang!

Drun, drun !
Það er enginn vandi að aka bifreið,

 ef maður bara kemur henni í gang.

Drun, drun !

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi’ og sagði lækni’ að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku’ og sinn hatt,
hann bankaði’ á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
,,hún strax skal í rúmið og ekkert raus.”
Hann skrifaði’ á miða hvaða pillu’ hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.”

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn,

ég finn hvað þér er kalt.

Nærðu engu í nefið þitt,

því nú er frosið allt.

En ef þú bíður augnablik,

ég ætla að flýta mér.

Að biðja hana mömmu mína,

um mylsnu handa þér.

Ein stutt, ein löng

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði’ og söng.
Köttur og mús og sætt lítið hús,
sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði’ og söng.

Penni og gat og fata sem lak
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði’ og söng.

Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði’ og söng.

Fiskalagið

Nú skulum við syngja um fiskana tvo þeir ævi sína enduðu í netunum svo þeir syntu og syntu og syntu um allt en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt

:,: ba ba, bú bú, ba ba bú.:,:

En mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.

Einn hét Gunnar og hinn hét Geir þeir voru pínulitlir báðir tveir þeir syntu og syntu og syntu um allt en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt

:,: ba ba, bú bú, ba ba bú.:,:

En mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.

Fimm litlir apar

Fimm litlir apar sátu uppí tré.

Þeir voru að stríða krókódíl, þú nærð ekki mér.

Þá kom hann herra krókódíll, hægt og rólega

oooooog: AMM!

Fjórir litlir apar sátu upp í tré.

o.s.frv.

Lagið um litina

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur, banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur, fjólublár.

Gráðug kerling

Gráðug kerling, hitaði sér velling,

og borðaði: namm, namm, namm.

Síðan sjálf: jamm, jamm, jamm

– af honum heilan helling.

Svangur karlinn, varð alveg dolfallinn

og starði svo: sko, sko, sko.

Heilan dag: o ho ho

– ofan í tóman dallinn.

Höfuð, herðar, hné og tær

:: Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær. ::

Augu, eyru, munnur og nef.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman,

þar leika allir saman.

Þau leika úti og inni,

og allir eru með.

Þau hnoða leir og lita,

þið ættuð bara að vita,

hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér – ÆSKUKOT!

Kalli litli kónguló

Kalli litli kónguló klifraði’ upp á vegg
svo kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
Kalli litli kónguló klifrað upp á topp.

Krummi krúnkar úti

Krummi krúnkar úti, kallar á nafna sinn.

Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn.

Komdu nú og kroppaðu með mér, krummi nafni minn.

Komdu  nú og kroppaðu með mér, krummi nafni minn.

Krumminn í hlíðinni

Krumminn í hlíðinni hann fór að slá
þá kom Lóa lipurtá og fór að raka ljá.
Hann gaf henni hnappa þrjá
og bannaði henni að segja frá.
En hann Spói spíssnefur hann sagði frá
prakkarinn sá
þó var ljáin ekki nema hálft annað punktstrá.

Sprengisandur

Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn,

rennur sól á bak við Arnarfell,

hér á reiki er margur óhreinn andinn,

úr því fer að skyggja á jökulsvell.

:,: Drottinn leiði drösulinn minn

drjúgur verður síðasti áfanginn :,:

 

Þey þey þey þey þaut í holti tófa,

þurran vill hún blóði væta góm,

eða líka einhver var að hóa

undarlega digrum karlaróm.

:,: Útilegumenn í Ódáðahraun

eru kannski að smala fé á laun :,:

 

Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn,

rökkrið er að síga á Herðubreið.

Álfadrottning er að beisla gandinn,

 ekki er gott að verða á hennar leið.

:,: Vænsta klárinn vildi ég gefa til

að vera komin ofan í Kiðagil :,:

Tombai

Tombai, tombai, tombai, tombai,

tombai, tombai, tombai.

Don don don, díridom,

dírí dírí dom.

lalalalala, lalalalala, lalalalalala

HEY !

Tvær litlar mýs

Tvær litlar mýs, stukku út á ís

polli volli, dúllí volli dei.

Ein hét Unnur og ísinn var þunnur

polli volli, dúllí volli dei.

Hin hét Inga og ísinn var að springa

polli volli, dúlli volli dei.

Ísinn sprakk og Unnur datt

polli volli, dúlli volli dei.

Umhverfissáttmálinn

Stefnan hér á Æskukoti er sem segir hér:

Göngum vel um náttúruna,

virðum bæði tré og runna.

Svo dýr og börn á jörðu geta lengi leikið sér.

Við erum góð

Við erum góð, góð hvert við annað,

stríðum ekki, eða meiðum neinn.

:: Þegar við grátum, huggar okkur einhver,

þerrar tár og klappar okkar kinn. ::

Við erum vinir

Við erum vinir, við erum vinir,

ég og þú, ég og þú.

Leikum okkur saman, leikum okkur saman.

Ég og þú, ég og þú.

(lag: Meistari Jakob)

Vinka með tánum

Vinka með tánum, vinka með tánum,

klappa með höndunum.

Opna svo munninn, opna svo munninn,

loka svo augunum.

Opna svo augun, opna svo augun,

klappa með höndunum.

Vinka með tánum, vinka með tánum,

loka svo munninum.

Vísur og þulur

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó

brettist upp á halanum

með rauða kúlu á maganum.

Vanda, banda,

gættu þinna handa. Vingur, slyngur,

vara þína fingur.

Fetta, bretta,

brátt skal högg á hendi detta.

Fingraþulan

Þumalfingur er mamma,

sem var mér vænst og best.

Vísifingur er pabbi,

sem gaf mér rauðan hest.

Langatöng er bróðir,

sem býr til falleg gull.

Baugfingur er systir,

sem prjónar sokka úr ull.

Litlifingur er barnið,

sem leikur að skel,

Litli pínu anginn,

sem stækkar svo vel.

Hér er allt fólkið svo fallegt og nett,

fimm eru í bænum ef talið er rétt.

Ósköp væri gaman í þessum heim,

Ef öllum kæmi saman,

jafn vel og þeim.