Brunaæfing í samtarfi við Brunavarnir Árnessýslu

Kæru foreldrar,
Í lok þessarar viku mun fara fram brunaæfing í starfsstöðvum Strandheima. Slík æfing er árleg hjá skólastofnunum innan Árborgar og er hún gerð í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu. Slökkviliðið mun mæta á staðinn svo ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið bílinn þeirra fyrir utan leikskólann. Kennarar munu undirbúa börnin fyrir æfinguna svo þau viti nokkurn veginn til hvers er ætlast af þeim þegar bjallan fer í gang.
Gott væri ef þið sömuleiðis gætuð rætt æfinguna við börnin ykkar heima, þar sem það á við, útfrá aldri þeirra og þroska.
Óskið þið eftir nánari upplýsingum getið þið haft samband við deildarstjóra eða leikskólastjórnendur.
Með kærri kveðju,
starfsfólk Strandheima