Foreldrafélag Brimvers/Æskukots


Hlutverk foreldrafélags:

 • Vera samstarfsvettvangur foreldra.
 • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum.
 • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
 • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.

Verkefni foreldrafélags:

 • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann.
 • Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild.
 • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál.
 • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms.
 • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið.
 • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra á sínu svæði.
 • Taka þátt í landsamtökum foreldra.

Foreldrafélög hafa verið tvö við leikskólann, í Brimveri og Æskukoti, á aðalfundi sem haldinn var 27. september 2017 var kosið um sameiningu foreldrafélaga. Niðurstaðan varð sú að bæði félög samþykktu sameiningu. Stjórn foreldrafélaganna skipast úr röðum foreldra og á hver deild að eiga fulltrúa í stjórn félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi var samþykkt að kjósa í stjórn fyrir hvert nýtt skólaár á aðalfundi sem haldinn verði í lok maí ár hvert. Næsti aðalfundur er áætlaður 23. maí 2019.

Eftirfarandi sitja stjórn foreldrafélags fyrir skólaárið 2019-2020:

Formaður: Elín Heiða Þorsteinsdóttir

Gjaldkeri: Eva Rós Birnudóttir

Ritari: Charlotta Sigrid á Kósini

Meðstjórnandi: Guðfinna Ásta Kristjánsdóttir

Meðstjórnandi: Sjöfn Þórarinsdóttir

Meðstjórnandi: Ágústa Oddsdóttir

Meðstjórnandi: Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir

 

Starfsáætlun foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020

 • 28. nóvember kl. 16:00 – Jólaskórinn í Æskukoti, foreldrar/forráðamenn koma í leikskólann með börnum sínum og föndra jólaskó til að setja út í glugga
 • 1. desember kl. 16:30 – Aðventustund í Brimveri
 • 9. janúar fh. Vasaljósaferð í Timburhólaskóg
 • 1. apríl  – Páskaeggjaleit í Brimveri og Æskukoti kl. 16:00
 • 11. maí – Útskrift í Æskukoti kl. 15:00, foreldrafélag gefur útskriftarnemum gjöf
 • 12. maí – Útskrift í Brimveri kl. 15:00, foreldrafélag gefur útskriftarnemum gjöf
 • 27. maí – Vorferð
 • 28. maí- Aðalfundur foreldrafélags og kosið í foreldraráð. Fundurinn verður haldin í Brimveri á Eyrarbkka kl. 20:00
 • 11. júní – Vorhátíð Æskukoti kl. 14:00
 • 18. júní – Vorhátíð Brimveri kl. 14:00

ath. þetta er áætlun sem getur tekið breytingum.