Gleðiganga í Brimveri/Æskukoti

Auðlindin undir stjórn Klöru Öfjörð tók að sér að mála hellur í litum regnbogans við innganga leikskólans í sumar. Við erum mjög ánægð með útkomuna sem gleður augu og hjörtu alla daga.

Föstudaginn 7. ágúst vorum við með regnbogadag í leikskólanum, flögguðum regnbogafánanum og fögnuðum fjöldbreytileikanum.

Gleðigangan okkar í Brimveri/Æskukoti „Stolt í hverju skrefi alla daga“

    

„Frá því að regnbogafáninn varð að tákni í baráttu hinsegin fólks hafa margir aðrir gert fánann að tákni sínu. Þannig hafa friðarhreyfingar í Suður-Evrópu, einkum á Ítalíu, gert regnbogafánann að merki sínu í friðargöngum. Gilbert Baker hefur sagt í fjölda fyrirlestra að hann sé ánægður með að sem flestir sem berjast fyrir góðum málstað geri regnbogafánann að sínum fána. Hann líti ekki svo á að hann eigi fánann þótt hann hafi verið fyrstur til að hanna hann og sauma. Regnbogafáninn sé eign allra sem berjist fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminu“(https://hinsegindagar.is/fraedsla-og-frodleikur/regnbogafaninn/)