Leikskólinn Strandheimar fær Grænfánann afhentann í 6. sinn

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að leikskólinn okkar mun fá Grænfánann afhentann í 6. sinn nú í júní-mánuði og verður honum formlega flaggað á vorhátíðum starfsstöðvanna, 16. júní í Æskukoti og 24. júní í Brimveri.

Skólar sem eru þátttakendur í Skóli á grænni grein skulu skila inn greinagerð til Landverndar á tveggja ára fresti sem inniheldur lýsingu á því hvernig unnið er að markmiðum í sjálfbærnimenntun og umhverfismálum. Landvernd metur svo hvort settum markmiðum hefur verið náð og veitir í framhaldi skólunum viðurkenningu í formi Grænfánans. Skólarnir fá þá leyfi til að flagga fánanum næstu tvö árin og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Hægt er að fræðast nánar um Grænfánastarfið okkar með því að ýta á eftirfarandi;

Með kærri kveðju,

starfsfólk Strandheima <3