Foreldrafélag Strandheima

Hlutverk foreldrafélags:

 • Vera samstarfsvettvangur foreldra.
 • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum.
 • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
 • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.

Verkefni foreldrafélags:

 • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann.
 • Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild.
 • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál.
 • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms.
 • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið.
 • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra á sínu svæði.
 • Taka þátt í landsamtökum foreldra.

Foreldrafélög hafa verið tvö við leikskólann, í Brimveri og Æskukoti, á aðalfundi sem haldinn var 27. september 2017 var kosið um sameiningu foreldrafélaga. Niðurstaðan varð sú að bæði félög samþykktu sameiningu. Stjórn foreldrafélaganna skipast úr röðum foreldra og á hver deild að eiga fulltrúa í stjórn félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi var samþykkt að kjósa í stjórn fyrir hvert nýtt skólaár á aðalfundi sem haldinn verði í september ár hvert.

Nefndarmenn

Formaður

Birna Björnsdóttir

Gjaldkeri

Ágústa Oddsdóttir

Ritari

Sjöfn Þórarinsdóttir

Meðstjórnendur

Edda Bára Höskuldsdóttir

Jóhanna Villimey Jónsdóttir

Viktor Örn Arnarsson

Ragna Jónsdóttir

Elísabet Ómarsdóttir

Vigdís Sigurðardóttir