Grænfánaverkefnið

10A0030F-9383-4E7F-9E5F-9D139E714801

Umhverfissáttmáli Heilsuleikskólans Brimver/Æskukot

Umhverfissáttmáli Heilsuleikskólans Brimvers/Æskukots hefur það að markmiði að börn og starfsfólk læri að vernda og bera virðingu fyrir heilsu sinni, náttúrunni og umhverfi. Með umhverfismennt viljum við hugsa vel um heilsu okkar, náttúru og umhverfi, ganga vel um leikskólann, fara vel með efnivið, nýta það sem við getum og skila öðru í endurvinnslu. Við viljum læra um heilsu og heilbrigði, náttúru og umhverfi og hafa jákvæð áhrif á aðra. Á þennan hátt getum við haft jákvæð áhrif á að þeir sem á eftir okkur koma, njóti þess í leik og starfi sem jörðin hefur upp á að bjóða og stuðlað að heilbrigði og vellíðan. Við erum minnug þess að „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar við höfum hana að láni frá börnum okkar“.

Stefnan hér í leikskólanum
er sem segir hér.
Göngum vel um náttúruna,
virðum bæði tré og runna
svo dýr og börn á jörðinni
geti lengi leikið sér.

(lag: Gamli Nói)
Texti: Ásgerður Tinna Jónsdóttir.