Heilsueflandi leikskóli - geðrækt

"Á fyrstu æviárum barna er lagður grunnur að tilfinningalegri heilsu og velferð þeirra í lífinu.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar er góð geðheilsa og líðan forsenda þess að geta notið lífsgæða, vera fær um að finna tilgang með lífinu og vera virkur og skapandi einstaklingur í samfélagi með öðrum.

Fyrstu ár barnsins eru einhver þau mikilvægustu í lífi þess með tilliti til tilfinninga- og félagsþroska, en eðlilegur þroski barna er háður öruggum og ánægjulegum tengslum við aðra. Því er brýnt að umhverfi ungra barna einkennist af stöðugleika og hlýju og að börnin geti tengst þeim sem annast þau tilfinningaböndum."

Geðrækt - Heilsueflandi leikskóli (landlaeknir.is)