Heilsueflandi leikskóli - Hreyfing

"Grunnurinn að lífsvenjum og heilbrigði á fullorðinsárum er lagður í æsku. Dagleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan fólks alla ævi og er börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt og þroska.

Fjölbreytt hreyfing við hæfi stuðlar að betri líkamshreysti og aukinni hreyfifærni. Hún er einnig sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að auka félagslega færni, eignast vini og efla sjálfstraust.

Útivera sem felur í sér hreyfingu er árangursrík leið til að kynna börn fyrir nánasta umhverfi sínu og gefa þeim kost á að takast á við ýmis viðfangsefni á virkan hátt.

Mikilvægt er að skapa aðstæður sem takmarka langvarandi kyrrsetu og stuðla að því að bæði börn og starfsfólk leikskóla hafi tækifæri til að fullnægja daglegri hreyfiþörf sinni á öruggan og ánægjulegan hátt."

Hreyfing - Heilsueflandi leikskóli (landlaeknir.is)