Heilsueflandi leikskóli - Mataræði

"Börn verja stórum hluta dagsins í leikskólum og því er mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat.

Algengt er að börn borði morgunmat, ávexti að morgni, hádegisverð og síðdegishressingu í leikskólum. Í þeim tilfellum ættu máltíðir í leikskólum að fullnægja um 70% af orkuþörf barnanna að meðaltali á hverjum degi.

Mikilvægt er að leikskólastjórar móti stefnu á sviði næringar og að starfsmenn hafi yfirsýn yfir næringu barna meðan á dvöl þeirra í leikskólanum stendur. Með slíkri heildrænni nálgun má betur stuðla að samræmi í næringarmálum og bættri heilsu og líðan barna.

Hluti af félagslegum þroska mótast við matarborðið þegar við borðum saman og því er mikilvægt að fullorðnir borði með börnunum, en þá gefst líka gott tækifæri til að kenna þeim góða borðsiði."

Mataræði - Heilsueflandi leikskóli (landlaeknir.is)