Heilsueflandi leikskóli - Nærsamfélag

"Til þess að ná sem bestum árangri í heilsueflingu og forvörnum í leikskólastarfinu er mikilvægt að vera í samstarfi við lykilaðila í nærsamfélaginu.

Virkt samstarf milli skóla og annarra í nærsamfélaginu stuðlar að sameiginlegum skilningi á því sem er mikilvægt til heilsueflingar og velferðar, að lausnum helstu viðfangsefna og að leiðum til úrbóta og árangurs.

Samstarfsaðilar geta t.d. verið söfn, menningarstofnanir, heilsugæsla, stoðþjónusta skóla, aðrir skólar, íþrótta- og tómstundafélög, íbúasamtök, hjúkrunar- og dvalarheimili og lögregla. Markmið samstarfsins er að samræma aðgerðir og móta sameiginlega sýn og stefnu um heilsueflingu."

Nærsamfélag - Heilsueflandi leikskóli (landlaeknir.is)