Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Í upphafi árs 2022 tóku í gildi ný lög sem ætlað er að stuðla að farsæld barna og hefur það að meginmarkmiði að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Við framkvæmd laganna skulu réttindi barna tryggð í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns.

Þjónustuveitendum, í okkar tilfelli skólastofnun, ber að fylgjast með velferð og farsæld barns, leitast við að greina að þörfum barns sé mætt á fullnægjandi hátt og bregðast við ef þurfa þykir. Ef þjónustuveitendur telja að barn þurfi frekari þjónustu en þegar er veitt, skal hann veita foreldrum leiðbeiningar um samþættingu þjónustu.

Sjá nánar í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Á síðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar má einnig finna glærukynningu frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem farið er yfir hvað samþætting þjónustu felur í sér.