Um skólann

brimver-eyrarbakki
img_9617

Brimver
Túngötu 39 v. Vinatorg | 820 Eyrarbakka
480 6352
brimver@arborg.is

Æskukot
Blómsturvöllum 1 | 825 Stokkseyri
480 6352
brimver@arborg.is

Leikskólastjóri: Birna Guðrún Jónsdóttir | birnagj@arborg.is
Aðstoðarleikskólastjóri: G. Ásgerður Eiríksdóttir | asgerdur.eiriks@arborg.is

Brimver á Eyrarbakka hóf starfsemi sína 17. mars 1975. Æskukot á Stokkseyri hóf starfsemi sína 1983. Haustið 2011 samþykkti fræðslunefnd sveitarfélagsins Árborgar að sameina leikskólana Æskukot og Brimver undir eina stjórn. Brimver/Æskukot er samtals með fjórar deildir sem heita Kötlusteinn og Merkisteinn á Brimveri og Fiskaklettur og Bátaklettur á Æskukoti.

Hugmyndafræði

Í leikskólanum Brimveri/Æskukoti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Heilsustefnunnar og GrænfánansEinnig er hafin innleiðing á Heilsueflandi leikskóli sem er á vegum Embættis landlæknis því er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.

Brimver

Æskukot

Markmið Brimvers/Æskukots eru að barnið:

  • Kynnist leikgleði
  • Öðlist færni í samskiptum
  • Læri að meta hreyfingu og þá ánægju sem hreyfing veitir
  • Kynnist listrænni sköpun

Heilsustefnan er hjúpurinn utan um allt starfið þar sem lögð er áhersla á að  auka gleði og vellíðan barnanna, efla félagslega færni einstaklingsins, stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan með því að leggja áherslu á leik, hreyfingu, útivist, hollann mat og að bera virðingu fyrir nátturunni og umhverfinu.

Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla.

Í Brimveri/Æskukoti er lögð áhersla á að umhverfismennt flæði í gegnum allt starf leikskólans líkt og Heilsustefnan gerir, en skólinn er bæði Grænfánaskóli og Heilsuleikskóli. Hlutverk kennarans er að vera góð fyrirmynd, grípa tækifærið og vera minnugur þess að leikurinn er námsleið leikskóla. Umhverfismennt er í gangi allt árið en frá apríl til október er aukin áhersla á útivist þar sem börnin njóta náttúru og umhverfis í leik og starfi.

Umhverfissáttmáli Æskukots

Stefnan hér í leikskólanum er sem segir hér:
Göngum vel um náttúruna,
virðum bæði tré og runna.
Svo dýr og börn á jörðu geta lengi leikið sér.

Texti: Ásgerður Tinna Jónsdóttir
Lag: Gamli Nói.