Snemmtæk íhlutun


Sérkennslustjóri Brimvers/Æskukots er G. Ásgerður Eiríksdóttir, netfang: asgerdur.eiriks@arborg.is

Í lögum um leikskóla segir að á vegum sveitarfélaga skal rekin sérfræðiþjónusta fyrir leikskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningur við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi leikskóla og starfsfólk þeirra. Það er á hendi sveitarfélaga að ákveða fyrirkomulag sérfræðiþjónustu en þau skulu stuðla að því að hún geti fari fram innan skólanna. Í lögum um leikskóla segir einnig að börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun að mati viðurkenndra greiningaraðila eiga rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans.

Fjöldskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar

Sviðstjóri: Þorsteinn Hjartarson
Netfang: thorsteinnhj@arborg.is
Aðsetur: Ráðhúsinu, Austurvegi 2, 800 Selfoss
Sími: 480-1900

Félagsþjónusta

Fræðsluþjónusta

Menningar- og frístundadeild

Leiðarljós skólaþjónustunnar er að þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks. Þjónustan fer að mestu fram í skólunum en starfsfólkið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 (sími 480 1900 – netfang: skolathjonusta@arborg.is). Áhersla er lögð á samstarf sem flestra fagaðila sem koma að þjónustunni  í Sveitarfélaginu Árborg. Skólastjóri leik- og grunnskóla ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu hvers skóla.
Fræðsluyfirvöld (fræðslustjóri og fræðslunefnd) eru eftirlitsaðilar og fjalla um málefni sérfræði­þjónustunnar á fundum fræðslunefndar.

Meginmarkmið skólaþjónustu Árborgar er að:

  • efla skóla sveitarfélagsins sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi
  • byggja upp þjónustu sem einkennist af  sameiginlegri lausnaleit fagaðila og foreldra í þeim  úrlausnarefnum sem aðilar skólasamfélagsins standa frammi fyrir
  • leggja áherslu á snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna náms-, félags- og sálræns vanda og inngrip þegar á þarf að halda
  • helstu ábyrgðaraðilar skóla-, frístunda-, félags- og heilbrigðisþjónustu styrki samstarf sitt

Hér eru verkferlar og eyðublöð Ráðgjafateymis leikskóla Árborgar

Ráðgjafateymi – verkferill leikskóli

Verkferill-Ráðgjafateymi

Stefnur sveitarfélagsing Árborgar

Lífið er læsi. Læsistefna Sveitarfélagsins Árborgar

Leikskólar og grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar unnu að nýlegri læsisstefnu. Þarna er að finna leiðbeiningar og viðmið sem eru leiðarvísir fyrir foreldra og kennara í leik- og grunnskólum en einnig fyrir þá nemendur sem eru farnir að bera mikla ábyrgð á eigin námi.

Ef þörf er á íhlutun er hún metin út frá stöðu nemandans í TRAS, Orðaskilum og Hljóm-2

Menntastefna Árborgar markar framtíðarsýn í skólamálum og á erindi til alls samfélagsins.

Menntasetna Árborgar 2018-2022