Grænfáninn


 

Heimasíða Grænfánans

Skólaárið 2017-2018

4_Fjordi_fundur

3_Þridji_fundur

2_Annar_fundur

1_Fyrsti_fundur

Brimver_Æskukot_endurgjöf_mars 2016

Greinagerð með umsókn að Grænfána

6. fundur umhverfisnefndar

5. fundur umhverfisnefndar

4. fundur umhverfisnefndar

3. fundur umhverfisnefndar

2. fundur umhverfisnefndar

1. fundur umhverfisnefndar leikskólans

Grænfáninn: Leikskólinn er „skóli á grænni grein“, lýðheilsa er þemað sem við vinnum með um leið og við vinnum með virðingu fyrir umhverfinu, okkur sjálfum og öðrum, þar sem vinátta, gleði, heilbrigði og sköpun fléttast inni í verkefnið en það eru leiðarljós leikskólans. Elsti árgangur börn f. 2012, er í umhverfisnefnd skólans og fyrsti fundur var á skólabókasafninu í BES þar sem elstu nemendur frá Brimveri og Æskukoti hittust og funduðu með Viktoríu Ýr, sem er verkefnastjóri verkefnisins og Hafdísi. Þemað sem við leggjum áherslu á er lýðheilsa. Við ræðum um heilsu, líkamann, líkamsheiti, tilfinningar og líðan.  Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni?

Skólar á grænni grein þurfa að hafa tekið a.m.k. sjö skref til bættrar umhverfisstjórnunar til að fá Grænfánann.

 

graenfani

Umhverfissáttmáli Heilsuleikskólans Brimvers – Æskukots

Umhverfissáttmáli Heilsuleikskólans Brimvers/Æskukots hefur það að markmiði að börn og starfsfólk
læri að vernda og bera virðingu fyrir heilsu sinni, náttúrunni og umhverfi.
Með umhverfismennt viljum við hugsa vel um heilsu okkar, náttúru og umhverfi, ganga vel um
leikskólann, fara vel með efnivið, nýta það sem við getum og skila öðru í endurvinnslu. Við viljum læra
um heilsu og heilbrigði, náttúru og umhverfi og hafa jákvæð áhrif á aðra. Á þennan hátt getum við haft
jákvæð áhrif á að þeir sem á eftir okkur koma, njóti þess í leik og starfi sem jörðin hefur upp á að bjóða
og stuðlað að heilbrigði og vellíðan. Við erum minnug þess að
„Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum
okkar við höfum hana að láni frá börnum okkar“.

Stefnan hér í Æskukoti/Brimveri

er sem segir hér.

Göngum vel um náttúruna,

virðum bæði tré og runna

svo dýr og börn á jörðinni

geti lengi leikið sér.

(lag: Gamli Nói)
Texti: Ásgerður Tinna Jónsdóttir.