Sumarkveðja

Við í leikskólanum Strandheimum viljum nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf á liðnu skólaári með von um að sumarleyfið verði öllum heilsuríkt og gott. Sumarleyfið hefst 6. júlí nk. og stendur til og með 3. ágúst. Við hlökkum til að taka á móti foreldrum og börnum að nýju fimmtudaginn 4. ágúst.
Þeim nemendum sem hefja munu grunnskólagöngu sína nú í haust óskum við velfarnaðar með þökk fyrir dásamlegar stundir í gegnum leikskólagöngu þeirra.
Munum að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu, umhverfi okkar og öllum þeim þáttum sem gera okkur kleift að skapa góðar stundir.
Með kærri kveðju,
starfsfólk Strandheima