Vettvangsferð í Kerhólsskóla og Krakkaborg

Á skipulagsdegi 6. maí sl., fór starfsfólk Strandheima í vettvangsferð í Kerhólsskóla á Borg í Grímsnesi og Krakkaborg í Þingborg.

Báðir leikskólarnir eru Grænfánaleikskólar líkt og við og var gaman að bera saman bækur okkar, kynnast starfsemi þeirra og fá innblástur til ýmissa verkefna.

Kerhólsskóli er staðsettur nálægt skóglendi sem leikskólinn nýtir óspart til gönguferða.

Þegar við litum við voru þau á leið í úti-bingó, með bingó spjald og kíkir í bakpokunum sínum.

Í skóginum við Kerhólsskóla leynast mörg ævintýrin.

Krakkaborg hefur komið fyrir grænmetis- og kartöflugarði hjá sér þar sem börnin eru virkir þátttakendur í ræktuninni.

Þau eru einnig með bóka-, fata- og plöntuskiptimarkaði sem hefur verið vinsælt á meðal foreldra barnanna.

Það er ýmislegt sem hægt er að endurnýta – svo sem fatnað og bækur líkt og Krakkaborg býður upp á.

Það var bæði gott og gagnlegt að fá tækifæri til að heimsækja leikskólanna og þökkum við þeim kærlega fyrir móttökurnar.

Auk þess að fara í vettfangsferð var dagurinn nýttur í deildarfundi, samráðsfundi eldri og yngri deilda og endurmat á starfsáætlunum.