Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt…

Það er vor í loftinu og margt skemmtilegt framundan hjá okkur í leikskólanum í maí! 🙂

  • Má þar nefna útskriftir elstu barnanna, en þær verða 10. maí í Æskukoti og 11. maí í Brimveri.
  • Útskriftarferð elstu barnanna verður svo farin 12. maí og hin árlega vorferð á vegum foreldrafélagsins verður 24. maí.
      • Dagskrár þessara viðburða verða auglýstar þegar nær dregur.
  • Skipulagsdagur verður í leikskólanum 6. maí og verður leikskólinn því lokaður þann dag.
  • Foreldraviðtöl eru farin af stað og er stefnt að því að þeim verði lokið um mánaðarmótin maí/júní.

Við höfum verið heppin með veður undanfarið og hefur vorloftið farið vel í stóra sem smáa. Þó er gott að hafa hlýjan fatnað til taks í fatahólfum barnanna þar sem hitatölurnar geta verið mismunandi dag frá degi.

Rigningin gerir líka vart við sig af og til og því gott að hafa föt til skiptanna ef regnfötin þola ekki „busluganginn“! 🙂 Svo er aldrei að vita nema grænum laufblöðum fari að fjölga á trjánum – þökk sé rigningunni.

Með von um að komandi vikur verði ykkur góðar! 🙂

Kær kveðja,

starfsfólk Brimvers/Æskukots